Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, janúar 24, 2005

Breytingar í vændum

Já, nú eru stóbreytingar í vændum í mínu lífi, líf mitt mun taka stórt stökk, framávið, uppávið!!!
Við Gústilíus ætlum nefnilega að fara að flytja inn saman!! Við fundum íbúð, buðum í hana með fyrirvara um greiðslumat og tilboðinu var tekið! Síðan fórum við saman í greiðslumat og, viti menn, við stóðumst það!! Þannig að á næstunni, kannske um miðjan febrúar, munu Sigrún Vala Þorgrímsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen flytja úr foreldrahúsum hinnar fyrrnefndu og í eigið húsnæði að Frakkastíg 19! Þetta er sæt, 44,3 fermetra, tveggja herbergja íbúð í nærri hundrað ára gömlu rauðu timburhúsi með bárujárnsklæðningu. Við hlökkum ekkert smá til! Ég læt vita þegar að þessu verður, þá má fólk að sjálfsögðu kíkja inn í kaffi!!
Annars fórég á skíði í gær með Teddýu og Frímanni, hennar manni. Það var stuð og fjör! Ég er með agalegar herðsperrur!!!


skrifað af Runa Vala kl: 17:43

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala